Innlent

Annar piltanna útskrifaður af gjörgæslu

Piltur á átjanda ári liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að bíll sem hann og félagi hans voru í skall harkalega á húsi á Akranesi í gær. Félagi hans var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag.

Talið er að piltarnir hafi verið að aka fram úr öðrum bíl þegar slysið varð um miðjan dag í gær en hvorugur þeirra var í bílbelti. Bíllinn er gjörónýtur og húsið einnig talsvert skemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×