Innlent

Samfylkingin bætir við sig í borginni

Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Samfylkingin mælist með 46,7% fylgi í borginni samkvæmt könnun Capacent Gallup. Bætir hún við sig 16,2% frá síðustu kosningum. Frjálslyndir og óháðir fá 2,8% fylgi.

1800 Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Endanlegt úrtak var 1539 eintaklingar og svarhlutfall var 72,4%.

Spurt var hvað fólk myndi kjósa ef kosið yrði í dag og fær Sjálfstæðisflokkurinn þá 31,4% fylgi og missir því 14% frá síðustu kosningum.

Framsóknarflokkur fær 2,9% fylgi og Vinstrihreyfingin grænt framboð 16,2%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×