Innlent

Barnaníðingur í Borgarnesi

Ágúst Magnússon
Ágúst Magnússon

„Það var tilkynnt um að þessi maður væri þarna og við fórum og ræddum við hann. Ég get því staðfest að hann dvelur þarna," segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi.

Lögregla fékk ábendingu um að barnaníðinginn Ágúst Magnússon dveldi á hóteli nálægt Borgarnesi. Hann er nú á reynslulausn vegna dóms sem hann afplánaði á Litla Hrauni fyrir að níðast á sex drengjum.

Theodór segir að lögeglan aðhafist ekkert frekar í málinu þar sem Ágúst hefur ekki brotið af sér en samkvæmt heimildum Vísis er hann háður ákveðnum skilyrðum. Hann verður að tilkynna sig reglulega og má ekki fara á staði þar sem börn stunda tómstundir.

Theodór segir þekkt í þessum geira að fólk verði áhyggjufullt og hafi því samband við lögreglu. „Við reynum þá að bregðast við með því að fá staðfest hvort svona orðrómur eigi við rök að styðjast. Stundum fer fólk mannavillt," segir Theodór.

Vísir hefur fengið ábendingar um að Ágúst dvelji á Mótel Venus en Thodór vildi þó ekki staðfesta nákvæma staðsetningu við Vísi.

Áður hefur Vísir sagt frá því að Ágústi hafi verið úthlutaður dvalarstaður á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×