Innlent

Varð fyrir bíl og fluttur á slysadeild

Keyrt var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar nú í kvöld. Vegfarandinn fann til í baki og var fluttur á slysadeild.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var bifreið ekið suður Grensásveg og tekur vinstri beygju inn á Miklubraut. Þá veit hann ekki fyrr en hann keyrir á gangandi vegfaranda sem gekk suður Miklubrautina. Hann var fluttur á slydadeild en er ekki talinn mikið slasaður.

Eitthvað hefur verið um áreksta í dag en lítið um slys á fólki. Tilkynnt hefur verið um 13 árekstra frá því klukkan 15:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×