Innlent

Allt bendir til að loðnuveiðar verði stöðvaðar í dag

Allt bendir til þess að loðnuveiðar verði stöðvaðar í dag til þess að ganga ekki of nærri stofninum, sem virðist vera í mikilli lægð.

Hafrannsóknaskipin finna engar nýjar göngur og síðar í dag verður tekin endanleg ákvörðun um áframhaldið. Íslensku loðnuskipin eru aðeins búin að veiða rösklega 30 þúsund tonn frá áramótum, en í venjulegu árferði veiðast umþaðbil 700 þúsund tonn á vertíðinni.

Góð veiði var þrátt fyrir allt í nótt, austan við Ingólfshöfðaog eru nokkur skip á landleið með afla til frystingar, en vinnsluskipin eru að vinna afla um borð á miðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×