Innlent

Dagur segir þriggja ára áætlunina pólitískan vandræðagang

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að þriggja ára áætlun nýs meirihluta endurspegli pólitískan vandræðagang, veika stöðu og skort á yfirsýn. Pólitísk pattstaða blasi við.

Þá segir hann vinnubrögðin við gerð áætlunarinnar eru fyrir neðan allar hellur, enn meiri miðstýring boðuð en áður, pólitískt frumkvæði óljóst og fagleg sjónarmið fyrir borð borin.

Niðurskurður blasi við, fyrst og fremst á kostnað barna, íþrótta, hverfistengdrar þjónustu og fólks í húsnæðisvanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×