Innlent

Hópbílar fengu starfsmenntaviðurkenningu SAF

Össur Skarphéðinsson afhenti Pálmari Sigurðssyni hjá Hópbílum verðlaunin.
Össur Skarphéðinsson afhenti Pálmari Sigurðssyni hjá Hópbílum verðlaunin.

Hópbílar fengu starfsmenntaviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar sem var afhent í fyrsta sinn á Degi menntunar í ferðaþjónustu á Grand Hóteli í gær.

Hópbílar þykja hafa með skýrri sýn lagt áherslu á mikilvægi starfsmenntunar í allri starfsemi sinni í því markmiði að auka starfsánægju starfsmanna og síðast en ekki síst náð samkeppnisforskoti og arðsemi í rekstri fyrirtækisins á eftirbreytniverðan hátt, eins og segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×