Innlent

Póstmenn semja við Íslandspóst

MYND/Teitur

Póstmannafélag Íslands og Íslandspóstur hafa náð saman um nýjan kjarasamning sem gildir til 30. nóvember 2010.

Hann er sambærilegur við samninga sem gerðir voru milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins um síðustu helgi að því er fram kemur á vef BSRB. Það þýðir að launataxtar hækki um 18 þúsund krónur á mánuði frá 1. febrúar, 13.500 krónur frá 1. mars 2009 og 6.500 krónur frá 1. janúar 2010.

Í samningnum er einnig kveðið á um 5,5 prósenta launaþróunartryggingu sem kemur í hlut þeirra starfsmanna sem ekki hafa notið launahækkunar frá 2. janúar 2007 til undirritunar samnings. Samningarnir fela einnig í sér ákvæði um aukin orlofsréttindi, aukinn rétt vegna veikinda barna, bættar slysatryggingar og uppsagnir ráðningasamninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×