Innlent

Enn fást engin svör um flótta Annþórs

Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að málið væri enn í rannsókn og að enginn svör yrðu gefin fyrr en allt verði komið upp á borð.

Stefán vildi ekki svara því hvenær rannsókninni lyki.

Annþór átti að vera í einangrun þegar hann slapp úr gæslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á lögreglustöðinni við Hverfisgötu var hann engu að síður vistaður í "opinni gæslu" eins og Geir Jón Þórisson orðaði það í Fréttablaðinu um helgina. Til marks um það var hurð inn í klefa Annþórs til dæmis höfð ólæst. Því komst Annþór auðveldlega inn í kompu á ganginum þar sem hann var vistaður til þess að sækja sér reipi sem hann notaði svo til þess að auðvelda sér flóttann út um rúðu sem hann braut.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×