Innlent

Metfjöldi umsókna um hreindýraveiðileyfi í ár

MYND/GVA

Liðlega 3100 umsóknir um hreindýraveiðileyfi bárust veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar.

Tæplega hundrað þeirra voru úrskurðaðar ógildar en engu að síður er um met að ræða því umsóknirnar eru um þrjú hundruð fleiri en í fyrra. Athygli vekur að 50 gildar umsóknir bárust frá erlendum veiðimönnum.

Alls verður heimilt að veiða rúmlega 1300 dýr á veiðitímabilinu í ár sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Það er því um helmingur umsækjenda sem ekki fær veiðileyfi í ár. Dregið verður úr gildum umsóknum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×