Íslensk forsjárdeila að baki blóðugum átökum í Danmörku Andri Ólafsson skrifar 20. febrúar 2008 12:35 Danska lögreglan handtók íslensku feðgana um helgina. Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það. Feðgarnir íslensku, þeir Svavar Guðnason og Daníel Örn Svavarsson, fóru utan til að sækja sjö ára dóttur Svavars, og systur Daníels, sem býr í Langebæk ásamt íslenskri móður sinni og dönskum sambýlismanni hennar. Móðir stúlkunnar fer ekki með forræði yfir henni og feðgarnir hafa gögn undir höndum sem sanna það. Þeir segja að aðstæður stúlkunnar í Langebæk séu afar slæmar. Mikil áfengisneysla sé á heimilinu og önnur óregla. Stúlkan hefur verið hjá móður sinni í Danmörku síðan að móðurafi hennar fékk leyfi til að fara með hana þangað í stutt leyfi. Ár hefur nú liðið og forráðamenn stúlkunnar á Íslandi fyrir löngu farnir að ókyrrast. Þegar feðgarnir komu til Langebæk var þeim meinað að hitta stúlkuna. Sambýlismaður móður hennar sá til þess. Fljótlega sló í brýnu þeirra á milli og átök brutust út sem enduðu með því að lögregla handtók feðgana. Sambýlismaðurinn hafði þá hlotið nokkra áverka. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í kjölfarið. Þar var talað um að afbrýðissemi hefði ráðið för og að Íslendingarnir hefðu barið sambýlismanninn með járnröri. Samkvæmt upplýsingum frá Tom Buhl er stjórnar rannsókn málsins fyrir lögregluna á Suður-Sjálandi var árásin töluvert blásin út í dönskum fjölmiðlum. „Sem dæmi get ég nefnt að fjölmiðlar tala um að feðgarnir hafi notað járnrör en í raun var um örþunnan rafmæli að ræða," segir Buhl sem bætir því við að meiðsli Danans séu minni háttar, í raun aðeins um marbletti að ræða. Feðgarnir eru nú komnir heim til Íslands en þeir hyggjast ekki leggja árar í bát. Þeir hyggjast höfða mál í Danmörku til þess að tryggja að stúlkan litla komist heim í hendur þeirra sem fara með forræði hennar og hafa ráðið sér lögmann til þess að tryggja að svo verði. Vísir ræddi við annan feðganna, Daníel Örn Svavarsson í dag. Hann sagði að það hefði aldrei vakið fyrir sér eða föður hans að stofna til vandræða. Hann segir einnig að systur sinni líði illa þar sem hún sé nú niðurkomin. Það hafi hún sagt honum í síma. "Við óttuðumst um öryggi og velferð systur minnar. Við vildum koma henni í öruggar hendur," segir Daníel. Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30 Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það. Feðgarnir íslensku, þeir Svavar Guðnason og Daníel Örn Svavarsson, fóru utan til að sækja sjö ára dóttur Svavars, og systur Daníels, sem býr í Langebæk ásamt íslenskri móður sinni og dönskum sambýlismanni hennar. Móðir stúlkunnar fer ekki með forræði yfir henni og feðgarnir hafa gögn undir höndum sem sanna það. Þeir segja að aðstæður stúlkunnar í Langebæk séu afar slæmar. Mikil áfengisneysla sé á heimilinu og önnur óregla. Stúlkan hefur verið hjá móður sinni í Danmörku síðan að móðurafi hennar fékk leyfi til að fara með hana þangað í stutt leyfi. Ár hefur nú liðið og forráðamenn stúlkunnar á Íslandi fyrir löngu farnir að ókyrrast. Þegar feðgarnir komu til Langebæk var þeim meinað að hitta stúlkuna. Sambýlismaður móður hennar sá til þess. Fljótlega sló í brýnu þeirra á milli og átök brutust út sem enduðu með því að lögregla handtók feðgana. Sambýlismaðurinn hafði þá hlotið nokkra áverka. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í kjölfarið. Þar var talað um að afbrýðissemi hefði ráðið för og að Íslendingarnir hefðu barið sambýlismanninn með járnröri. Samkvæmt upplýsingum frá Tom Buhl er stjórnar rannsókn málsins fyrir lögregluna á Suður-Sjálandi var árásin töluvert blásin út í dönskum fjölmiðlum. „Sem dæmi get ég nefnt að fjölmiðlar tala um að feðgarnir hafi notað járnrör en í raun var um örþunnan rafmæli að ræða," segir Buhl sem bætir því við að meiðsli Danans séu minni háttar, í raun aðeins um marbletti að ræða. Feðgarnir eru nú komnir heim til Íslands en þeir hyggjast ekki leggja árar í bát. Þeir hyggjast höfða mál í Danmörku til þess að tryggja að stúlkan litla komist heim í hendur þeirra sem fara með forræði hennar og hafa ráðið sér lögmann til þess að tryggja að svo verði. Vísir ræddi við annan feðganna, Daníel Örn Svavarsson í dag. Hann sagði að það hefði aldrei vakið fyrir sér eða föður hans að stofna til vandræða. Hann segir einnig að systur sinni líði illa þar sem hún sé nú niðurkomin. Það hafi hún sagt honum í síma. "Við óttuðumst um öryggi og velferð systur minnar. Við vildum koma henni í öruggar hendur," segir Daníel.
Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30 Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30
Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52