Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að hrækja á lögreglumann

MYND/KK

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að hrækja í andlitið á lögreglumanni, hótað honum og öðrum lögreglumanni lífláti og að vinna fjölskyldum þeirra mein.

Þetta gerðist þegar verið var að flytja hann á lögreglustöðina á Akureyri í maí í fyrra. Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn skýlaust brot sín en hann var ölvaður þegar þau áttu sér stað.

Dómurinn áleit háttsemi mannsins alvarlega og sagði ölvun hans ekki leysa hann undan refsingu. Hins vegar var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna yfir manninum þar sem hann lýsti yfir iðran og sagðist hafa tekið upp breytt líferni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×