Sport

Vertu tilbúinn að láta lífið

Böðullinn Hopkins ætlar að binda enda á sigurgöngu Calzaghe
Böðullinn Hopkins ætlar að binda enda á sigurgöngu Calzaghe NordcPhotos/GettyImages

"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur gefið andstæðingi sínum Joe Calzaghe kaldar kveðjur fyrir bardaga þeirra í Las Vegas þann 19. apríl næstkomandi.

Bandaríkjamaðurinn Hopkins, sem er 44 ára gamall, féllst á að berjast við hinn ósigraða Walesverja eftir að þeir rifust heiftarlega fyrir bardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í vetur.

"Ég er kominn í böðulsstuð og ég ætla að refsa honum. Refsa honum hægt og honum er hollara að búa sig undir að deyja," sagði Bernard Hopkins á blaðamannafundi - klæddur svartri hettu.

Calzaghe hló að fullyrðingum Bandaríkjamannsins og sagðist svara yfirlýsingum hans í hringnum þegar að því kæmi. "Ég hef ekki tapað á 17 áa ferli og því hef ég engar áhyggjur af svona tali. Ég sá hve góða stuðning Ricky Hatton fékk í Bandaríkjunum á sínum tíma og því ákvað ég að prófa þetta. Mig vangar að berjast við svona stórt nafn," sagði Walesverjinn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×