Innlent

Afklæddu og misþyrmdu miðaldra manni

Tveir piltar réðust að manni á Hornafirði aðfararnótt laugardags. Létu þeir hann meðal annars afklæðast en árásin stóð yfir í á þriðju klukkustund. Fórnarlambið þekkti árársarmennina.

Árásin átti sér stað í húsnæði sem maðurinn leigir ásamt þremur öðrum mönnum í bænum. Þar er staðsett pool borð og hittast menn þar um helgar. Piltarnir tveir eru á milli tvítugs og þrítugs en fórnarlambið er á fimmtugsaldri.

Heimildir Vísir herma að árásin hafi staðið yfir í á þriðju klukkustund og létu þeir manninn meðal annars afklæðast. Ekki er vitað hvert ágreiningsefnið var en árásarmennirnir þekkja manninn vel.

Málið er í rannsókn lögreglu og hafa piltarnir játað verknaðinn.

Vísir náði tali af fórnarlambinu sem vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×