Innlent

Loðnuveiðar stöðvast á hádegi

Loðnuveiðar verða stöðvaðar á hádegi, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins , að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar.

Áfram verður þó fylgst með því hvort hún birtist einhvernsstaðar óvænt, eins og gæti gerst í ljósi reynslunnar. Ef ekki þá verður þetta lélegasta loðnuvertíð síðan árin 1982 og þrjú, þegar nánast engin loðna veiddist.

Nokkur loðnuskip voru vestan við Ingólfshöfða í nótt en gátu ekki kastað vegna brælu. Þokkaleg veiði var austan við höfðann í fyrrinótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×