Innlent

Harður árekstur við Þorlákshafnarveg

Tveir bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Eyrarbakka- og Þorlákshafnarvega um miðnætti en engan í bílunum sakaði.

Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá með kranabíl. Ökumaður annars bílsins reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, en ekki liggur fyrir hvort hann olli árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×