Innlent

Enginn lögreglubíll á Hólmavík í tíu daga

MYND/Jón Jónsson

Bæjarstjórn Strandabyggðar telur algerlega óviðunandi að enginn lögreglubíll skuli hafa verið á Hólmavík í tíu daga þegar eini lögreglubíllinn þar var sendur til viðgerðar og viðhalds.

Greint er frá því á vefnum Bæjarins besta að bæjarstjórnin ætli að senda lögreglustjóranum á Vestfjörðum og dómsmálaráðherra harðorða ályktun um málið.

Umdæmi Hólmavíkurlögreglunnar er mjög stórt og nær til dæmis upp á miðja Holtavörðu heiði, til suðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×