Innlent

Kaupmáttur eykst lítillega

Launavísitalan reyndist um 331 stig í nýliðnum janúar og hækkaði um 1,3 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,2 prósent og þegar mið er tekið af því að verðbólga mældist 5,8 prósent í janúar hefur kaupmáttur landsmanna aukist um um það bil hálft prósentustig síðastliðna tólf mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×