Innlent

Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir upp en klárar sín mál

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur sagt starfi sínu lausu. Einar segir í samtali við Vísi að uppsögnin sé gerð í góðu og hann muni klára sín mál hjá sveitarfélaginu áður en nýr sveitarstjóri tekur við embættinu.

„Ég er búinn að sinna þessu starfi í ein sex ár og fannst vera tími til kominn að breyta til," segir Einar Örn. „Og ég vil nota tækifærið hér til að þakka öllu því góða fólki sem býr í Hvalfjarðarsveit fyrir samskiptin á liðnum árum."

Aðspurður um hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur segir Einar Örn að það muni koma í ljós í framtíðinni. „Það er ýmislegt í bígerð og óhætt að segja að spennandi tímar séu fram undan," segir Einar Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×