Innlent

Lélegasta loðnuvertíð í aldarfjórðung

Lélegustu loðnuvertíð í aldarfjórðung lýkur nú í hádeginu, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar.

Þetta þýðir að loðnuflotinn, sjómennirnir á honum og starfsfólk landvinnslunnar verða af tekjum á bilinu sex til átta milljarðar króna. Þetta er enn bagalegra með tilliti til þess að markaðsaðstæður eru óvenju góðar bæði fyrir mjöl og lýsi úr bræðslunni og fyrir frysta loðnu til manneldis. Fyrir hana fæst tvöfalt hærra verð en fyrir bræðsluafurðirnar.

Þrátt fyrir að botn hafi verið sleginn í vertíðina frá og með þessari stundu verður áfram fylgst með því hvort hún birtist einhverns staðar óvænt, eins og gæti gerst í ljósi reynslunnar.

Ef ekki þá verður þetta lélegasta loðnuvertíð síðan árin 1982 og 1983 þegar nánast engin loðna veiddist. Nokkur loðnuskip voru vestan við Ingólfshöfða í nótt en gátu ekki kastað vegna brælu. Þokkaleg veiði var austan við höfðann í fyrrinótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×