Innlent

Gísli Marteinn: Treysti á að Össur svari fyrir bloggið

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. MYND/Pjetur

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, ætlar ekki að tjá sig um skrif Össurar Skarphéðinssonar á bloggsíðu sinni. Þar vandaði Össur Gísla ekki kveðjurnar og bar pistillinn yfirskriftina „Sjálfseyðing ungstirnis".

Gísli ræddi við blaðamann Vísis í Ráðhúsinu í dag en þar fór fram borgarráðsfundur. Hann sagðist treysta því að Össur svari sjálfur fyrir bloggið. Gísli vildi ekki heldur tjá sig um skoðannakönnun sem gerð var á dögunum og sýndi yfirburðaforystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í kapphlaupinu um borgarstjórastólinn. „Ég veit ekki hver stóð að baki þessari könnun og hef ekki kynnt mér hana sérstaklega vel."

Kjartan Magnússon félagi Gísla í borgarstjórnarflokknum sagði hins vegar að könnunin tali sínu máli og að ekkert meira væri um hana að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×