Innlent

Hönnunarmiðstöð Íslands fari í Zimsen-húsið við Grófartorg

Svona líta tillögur að staðsetningu Zimsen-hússins á Grófartorgi út.
Svona líta tillögur að staðsetningu Zimsen-hússins á Grófartorgi út.

Minnihlutinn í borgarstjórn vill að borgarstjóra verði falið að ræða við iðnaðarráðuneytið og samtök hönnuða um að Hönnunarmiðstöð Íslands verði fundinn staður í Zimsen-húsinu við Grófartorg.

Tillögu þessa efnis var vísað til umsagnar hjá Minjavernd á fundi borgarráðs í dag. Fram kemur í tillögunni að óformlegar viðræður um þessa nýtingu hússins hafi verið hafnar í tíð fyrri meirihluta og gáfu góðar vonir um að þetta gæti orðið.

Borgarráð hefur þegar samþykkt að auglýsa að Zimsen-húsinð, sem stóð við Hafnarstræti, verði flutt á Grófartorg sem er gengt Listasafni Reykjavíkur. Zimsen-húsið er sem stendur til bráðabirgða úti á Granda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×