Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 21. febrúar 2008 15:41 Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat ráðstefnuna í Mónakó í dag. Nafn hennar hefur eitthvað vafist fyrir skipuleggjendum fundarins. Ísland mun taka þátt í átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem miðar að því að stefna að kolefnishlutleysi. Þrjú önnur ríki taka þátt í átakinu sem var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun. „Tilgangur átaksins er að vekja athygli á dæmum um góðar lausnir á sviði loftslagsmála og efla metnað hjá ríkjum, fyrirtækjum og öðrum til að ,,afkola" starfsemi sína," segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Stofnríki átaksins eru Ísland, Costa Rica, Noregur og Nýja-Sjáland. „Einnig taka þátt í því fjórar borgir og fimm fyrirtæki, sem stefna að því að verða kolefnishlutlaus. Auk ríkja, borga og fyrirtækja mun alþjóðasamtökum, félagasamtökum og jafnvel einstaklingum standa til boða að skrá sig í átakið í framtíðinni. Með ,,afkolun" og ,,kolefnishlutleysi" er átt við að starfsemi hafi ekki í för með sér nettólosun á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum, sem valda hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum."Upplýsingum um aðila sem stefna í átt til kolefnishlutleysis verður safnað saman á heimasíðu átaksins á slóðinni www.climateneutral.unep.org.„Umhverfisráðherra sagði í ávarpi sínu í dag að Ísland teldi sig eiga heima í framvarðasveit ríkja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Að hluta til stafaði það af árangri sem náðst hefði nú þegar, þar sem öll rafmagnsframleiðsla og húshitun væri með endurnýjanlegum orkugjöfum. Árangur hefði náðst á fleiri sviðum, en mikið verk væri þó framundan við að afkola alla þætti samfélagsins, til dæmis væri mikil losun frá samgöngum. Það væri spennandi verk að halda áfram á leiðinni til kolefnishlutleysis; Ísland gæti lært margt af öðrum, á sama hátt og Ísland reyndi af miðla af reynslu sinni, til að mynda á sviði jarðhitanýtingar."Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNEP, sagði í dag að kolefnishlutleysi væri hugmynd sem hrinda ætti í veruleika nú, til að bregðast við loftslagsvánni en einnig til að skapa efnahagsleg tækifæri sem myndu verða til hjá þeim sem feta braut grænnar efnahagsstarfsemi. Átakinu væri ætlað að styðja við alþjóðlegar samningaviðræður í kjölfar Balí-fundarins um loftslagsmál í lok síðasta árs og byggja upp trú á að hægt væri að ná árangri með áþreifanlegum dæmum um afkolun. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Ísland mun taka þátt í átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem miðar að því að stefna að kolefnishlutleysi. Þrjú önnur ríki taka þátt í átakinu sem var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun. „Tilgangur átaksins er að vekja athygli á dæmum um góðar lausnir á sviði loftslagsmála og efla metnað hjá ríkjum, fyrirtækjum og öðrum til að ,,afkola" starfsemi sína," segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Stofnríki átaksins eru Ísland, Costa Rica, Noregur og Nýja-Sjáland. „Einnig taka þátt í því fjórar borgir og fimm fyrirtæki, sem stefna að því að verða kolefnishlutlaus. Auk ríkja, borga og fyrirtækja mun alþjóðasamtökum, félagasamtökum og jafnvel einstaklingum standa til boða að skrá sig í átakið í framtíðinni. Með ,,afkolun" og ,,kolefnishlutleysi" er átt við að starfsemi hafi ekki í för með sér nettólosun á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum, sem valda hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum."Upplýsingum um aðila sem stefna í átt til kolefnishlutleysis verður safnað saman á heimasíðu átaksins á slóðinni www.climateneutral.unep.org.„Umhverfisráðherra sagði í ávarpi sínu í dag að Ísland teldi sig eiga heima í framvarðasveit ríkja í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Að hluta til stafaði það af árangri sem náðst hefði nú þegar, þar sem öll rafmagnsframleiðsla og húshitun væri með endurnýjanlegum orkugjöfum. Árangur hefði náðst á fleiri sviðum, en mikið verk væri þó framundan við að afkola alla þætti samfélagsins, til dæmis væri mikil losun frá samgöngum. Það væri spennandi verk að halda áfram á leiðinni til kolefnishlutleysis; Ísland gæti lært margt af öðrum, á sama hátt og Ísland reyndi af miðla af reynslu sinni, til að mynda á sviði jarðhitanýtingar."Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNEP, sagði í dag að kolefnishlutleysi væri hugmynd sem hrinda ætti í veruleika nú, til að bregðast við loftslagsvánni en einnig til að skapa efnahagsleg tækifæri sem myndu verða til hjá þeim sem feta braut grænnar efnahagsstarfsemi. Átakinu væri ætlað að styðja við alþjóðlegar samningaviðræður í kjölfar Balí-fundarins um loftslagsmál í lok síðasta árs og byggja upp trú á að hægt væri að ná árangri með áþreifanlegum dæmum um afkolun.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira