Innlent

Fjármunum vegna manneklu úthlutað um næstu mánaðamót

MYND/Daníel R.

Áætlað er að borgin fari að úthluta fjármunum, sem lagðir voru til aukalega vegna manneklu víða í borgarkerfinu, um næstu mánaðamót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

Þar segir einnig að borgarráð hafi fyrr í þessum mánuði ákveðið að verja 65 milljónum króna til sérstakra aðgerða í starfsmannamálum borgarinnar á þessu ári. Sú upphæð kemur til viðbótar 180 milljónum sem áður hafði verið ákveðið að verja á árinu vegna manneklu.

Undanfarnar vikur hefur mannauðsskrifstofa í samráði við fagsvið Reykjavíkurborgar unnið að nánari útfærslu á því hvernig fénu skuli skipt milli hinna ólíku fagsviða. Gert er ráð fyrir að af þessum 245 milljónum króna renni 160 milljónir til grunnskóla, 40 til leikskóla og 45 milljónir skiptast jafnt á milli Velferðarsviðs, Íþrótta- og tómstundasviðs og annarra sviða og skrifstofa.

„Með þessum sérstöku aðgerðum vill Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þakka starfsmönnum góð viðbrögð við álagi vegna manneklu síðustu mánaða og ítreka mikilvægi þeirrar þjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar inna af hendi við borgarbúa," segir í tilkynningu frá borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×