Viðskipti innlent

Atlantic Airways á uppleið í Kauphöllinni

Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, þegar félagið var skráð á markað hér síðasta haust.
Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, þegar félagið var skráð á markað hér síðasta haust. Mynd/Vilhelm

Færeyingarnir hjá flugfélaginu Atlantic Airways flugu upp um sex prósent prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en afkomutölur félagsins fyrir síðasta ár voru birtar í gær. Félagið skilaði hagnaði upp á jafnvirði 312 milljóna íslenskra króna í fyrra, sem er besta ár í sögu Atlantic Airways.

Hækkunin gekk til baka að nokkru leyti yfir daginn og endaði í 4,8 prósenta hækkun.

Álfélagið Century Aluminum hækkaði sömuleiðis um rúmt prósentustig en önnur félög minna, þar af Icelandair minnst, eða um 0,39 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Bakkavör um 2,87 prósent. Gengi bréfa í Glitni lækkaði um 1,65 prósent, SPRON um 1,38 prósent, Eimskipafélagsins um 0,85 prósent og Kaupþing um 0,81 prósent. Gengi Straums, Landsbankans, Marel, Atorku, FL Group, Eik banka og Existu lækkaði sömuleiðis, minnst í Existu.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,95 prósent og stendur hún í 5.034 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×