Innlent

Vanaafbrotamaður í tólf mánaða fangelsi

Karlmaður var í Hæstarétti í dag sakfelldur fyrir tvo þjófnaðarbrot, hilmingu, nytjastuld, þrjú fíkniefnalagabrot og réttindaleysi við akstur í tvö skipti.

Hann var hinsvegar sýknaður af ákæru vegna innbrots í félagi við tvo aðra og vegna aksturs sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna. Tekið var fram að maðurinn væri vanaafbrotamaður og hefði meðal annars margítrekað gerst sekur um auðgunarbrot.

Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en gæsluvarðhald ákærða frá 11.september 2007 skal dragast frá refsingu ákærða.

Hann þarf einnig að greiða Vátryggingarfélagi Íslands 436.015 krónur í skaðabætur og upptæk voru gerð 2,10g af amfetamíni og 15,86 g af hassi, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×