Innlent

Samherji tapar 300 milljónum á loðnuveiðistöðvun

Útgerðarstjóri Samherja á Akureyri telur að veiðibann á loðnu sé ótímabært. Tjón Samherja vegna veiðibannsins verður að minnsta kosti 300 milljónir króna að óbreyttu.

Samherji er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem eiga mikið undir loðnuveiðum. Það er því engin gleði þar á bæ eftir að veiðibann tók gildi á hádegi í dag. Útgerðarstjóri Samherja bendir á að árið 1998 hafi loðnan ekki fundist almennilega fyrr en 20. febrúar. Menn hafi því ef til vill verið fullfjótir á sér nú að stoppa veiðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×