Innlent

Þingmaður spilaði 21 í spilavíti á Suðurgötu

Breki Logason skrifar
Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson

Í viðtali á Rás 2 nú seinni partinn játaði Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins að hafa spilað 21 í spilavíti á Suðurgötu í Reykjavík. Það var í septembermánuði árið 2002.

Í viðtalinu kom einnig fram að lögreglan hefði gert rassíu í þessu sama spilavíti og handtekið 10 manns.Á viðtalinu mátti skilja að Birkir Jón hefði verið á staðnum þegar lögreglan mætti á staðinn.

„Þetta kom nú kannski eitthvað ruglingslega út en ég var ekki í þessu spilavíti þegar lögreglan gerði rassíu og var því ekki handtekinn," segir Birkir Jón í samtali við Vísi.

Birkir var 22 ára þegar hann spilaði 21 á Suðurgötunni en hann segist ekki hafa spilað í spilavíti hér í borg þar til um síðustu helgi.

Eins og fram hefur komið á Vísi spilaði Birkir Jón póker um helgina og græddi þar 18 þúsund krónur.

Í samtali við Rás 2 sagðist hann ætla að gefa gróðann upp til skatts og játti því að gríðarlegir peningar slyppu undan skattheimtu um hverja helgi vegna pókers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×