Innlent

Kveðjuhóf Björns Inga - allir mættu nema Villi

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson

Kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson var haldið í Höfða í kvöld. Þar voru allir borgarfulltrúarnir mættir nema Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna.

Samkvæmt heimildum Vísis var mikið fjör í hófinu en Björn Ingi hætti mjög skyndilega eins og frægt er orðið. Þar röbbuðu menn saman og var fín stemmning í þessu fornfræga húsi.

Það vakti þó óneitanlega eftirtekt að allir borgarfulltrúarnir voru mættir nema Vilhjálmur þ Vilhjálmsson. Haukur Leósson fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar var einnig í boðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×