Innlent

Týnda stúlkan á Akureyri ófundin í Reykjavík

Lögreglan á Akureyri lýsti í dag eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. Hún fór frá Dalvík fyrir hádegi í gærdag þann 20. febrúar og er talið að hún hafi farið til Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri nú í kvöld er vitað að stúlkan er í Reykjavík en þó er ekki búið að ná í hana. Lögreglan lýsir því enn eftir stúlkunni.

Nadja er grannvaxin, um 167 sentímetrar að hæð með stutt, tjásuklippt, dökkt hár og var klædd í dökkar gallabuxur og svarta hettupeysu með hvítum myndum og í strigaskóm.

Þeir sem kunna að vita um ferðir hennar eða vita hvar hún er niðurkomin eru því beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×