Innlent

Varðskip og Fokker leita enn að flugvélinni

Varðskip leitar nú á svæðinu suðaustur af landinu, þar sem lítil eins hreyfils bandarísk flugvél, með einum manni um borð, brotlenti skömmu fyrir hádegi í gær.

Leitarskilyrði eru slæm, hvassviðri og mikil ölduhæð. Í ráði er að senda Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar til leitar í birtingu, ef skilyrði leyfa, en ekki liggur fyrir hvort Nimrod þota frá breska flughernum mun taka þátt í leitinni eins og í gær.

Þetta er annað ferjuflugslysið við Ísland á aðeins 11 dögum, því breskur flugmaður fórst vestur af landinu þann ellefta febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×