Innlent

Eyjamenn vilja að álögum sé létt af sjávarútvegi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vill að íþyngjandi álögum verði þegar létt af sjávarútvegi til að vega eitthvað á móti hinu mikla tekjutapi, sem verður vegna stöðvunar á loðnuveiðum.

Tekjutap sjávarútvegs í Vestmannaeyjum er hátt í fjórir milljarðar króna vegna þess, sem bætist við þriggja og hálfs milljarðs tekjutap vegna niðurskurðar þorskkvótans.

Í álytkun bæjarstjórnar frá því í gærkvöldi segir að við blasi að sjávarútvegsfyrirtæki verði fyrir slíkum skaða vegna loðnubrestsins, að aðgerða sé þörf til að bæta rekstrarumhverfi þeirra, ef ekki á illa að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×