Innlent

Lögreglumaður fékk heilahristing eftir átök í lögreglubíl

Lögreglumaður var fluttur með heilahristing á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að óður maður sparkaði í höfuð hans um borð í lögreglubíl.

Þetta var maðurinn sem fyrr í gær var handtekinn eftir ránstilraun í fótaaðgerðarstofu við Hverfisgötu, en var gripinn skömmu síðar.

Í gærkvöldi þurfti hann að leita læknis og voru lögreglumenn að flytja hann, þegar hann sparkaði í einn lögreglumannanna. Sá var útskrifaður af slysadeild í nótt, en árásarmaðurinn gistir fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×