Innlent

Tekur þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum

MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra er í hópi þriggja norrænna ráðherra sem taka þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum sem haldin verður í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku.

Auk Ingibjargar munu jafnréttisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar sitja námstefnuna en sá síðastnefndi setur hana og ræðir um framkvæmdaáætlun sænsku ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir ofbeldi karla gegn konum, ofbeldi sem tengist heiðri og kúgun og ofbeldi almennt.

Ingibjörg Sólrún mun kynna aðgerðir Íslands gegn kynbundnu ofbeldi og jafnréttisráðherra Finnlands mun ræða um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum sem byggja á ályktun Öryggisráðsins.

Fram kemur í tilkynningu frá Norðurlanda ráði að sérfræðingar frá jafnréttisráðuneytum Danmerkur og Noregs taki einnig þátt í námstefnunni. Ofbeldi gegn konum minnkaði í Danmörku á árunum 2000 til 2005 en í Noregi hafa augu beinst sérstaklega að umskurði kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×