Innlent

Olga Lísa nýr skólameistari VA

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað.

Menntamálaráðherra hefur skipað Olgu Lísu Garðarsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. mars 2008 að telja. Olga Lísa var í hópi þriggja sem sóttu um embættið og mælti skólanefnd í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að henni yrði veitt embættið. Verkmenntaskóli Austurlands er í Neskaupstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×