Innlent

RKÍ aðstoðar Rauðu Davíðsstjörnuna

Rauða Davíðsstjarnan sinnir sjúkrabílaþjónustu í Ísrael.
Rauða Davíðsstjarnan sinnir sjúkrabílaþjónustu í Ísrael.

Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Rauðu Davíðsstjörnuna, við að setja á fót verkefni í sálrænum stuðningi. Þetta markar upphafið að samstarfi félaganna.

Fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum að hann hafi frá árinu 2002 í Palestínu unnið að verkefni í sálrænum stuðningi í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann og danska Rauða krossinn. Um 27.000 skólabörn njóta góðs af verkefninu sem stuðlar að því að auka velferð þeirra sem búa við afleiðingar átaka á degi hverjum.

Verkefni Rauða krossins og Rauðu Davíðsstjörnunnar í Ísrael munu í fyrstu snúa að þjálfun sjúkraflutningamanna í sálrænum stuðningi á vettvangi, en líkt og á Íslandi sinnir félagið meirihluta sjúkrabílaþjónustu í Ísrael. Kannanir hafa leitt í ljós að um 60 prósent skjólstæðinga sjúkraflutningamanna á átakasvæðum í landinu þurfa á sálrænum stuðningi að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×