Innlent

Vill heilsársveg á hálendinu vegna lengingar flugbrautar

Lenging flugbrautarinnar á Akureyri eykur nauðsyn þess að hálendið opnist almennilega fyrir ferðamenn með tengingu norðurs og suðurs. Þetta segir talsmaður í ferðaþjónustu sem vill heilsársveg.

Skipulagsstofnun hefur tilkynnt að lenging flugbrautarinnar á Akureyri til suðurs um 460 metra þurfi ekki að fara í umhverfismat. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist brátt og þeim ljúki fyrir haustið.

Þetta gæti þýtt stóraukna umferð til Akureyrar í millilandaflugi, segir Kjartan Lárusson ferðamálafulltrúi. Ekki síst utan hánnatíma. Hann segir brýnt að menn noti nú tækifærið og horfi til hálendisins.

Kjartan telur að lenging flugbrautarinnar muni einnig stórfjölga ráðstefnum á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×