Innlent

Enn er leitað að Nödju Karitas

Nadja Karitas Gulla Hallström.
Nadja Karitas Gulla Hallström.

Enn hefur ekkert spurst til 14 ára gamallar stúlku sem fór frá Dalvík í fyrradag. Stúlkan, Nadja Karitas Gulla Hallström, hvarf í hádeginu á miðvikudaginn og er talið að hún hafi ætlað til Reykjavíkur.

Nadja er grannvaxinn um 167 cm að hæð með stutt tjásuklippt dökkt hár og var klædd í dökkar gallabuxur og svarta hettupeysu með hvítum myndum og í strigaskóm.

Þeir sem kunna að vita um ferðir hennar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í sím 464-7705.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×