Innlent

Skorað á stjórnvöld að lækka eldsneytisgjald

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökin taka undir áskörun Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Í frétt á vef samtakanna eru sögð full rök fyrir því að gjaldið sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskatti. Þá minna samtökin á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi.

„Stjórnvöld hafa bent á að eldsneytisgjald sé föst krónutala og því sé ríkisjóður ekki að hafa meira af neytendum en verið hefði þótt verð væri lægra," segir á heimasíðu Neytendasamtakanna.

„Þetta er ekki rétt þar sem virðisaukaskattur er lagður á í lokin og því hærra sem verðið er því meira fær ríkissjóður vegna hærri virðisaukaskatts," segir einnig. „Þess vegna eru full rök að mati Neytendasamtakanna fyrir því að lækka eldsneytisgjald sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskattinum. Minnt er á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×