Innlent

Réði sig hjá samkeppnisaðilanum og er krafinn um þrjátíu milljónir

Tæplega þrítugur maður hefur verið krafinn um hátt í þrjátíu milljónir í bætur af fyrirtæki þar sem hann starfaði fyrir að hafa ráðið sig eftir starfslok þar hjá samkeppnisaðilanum. VR varar félagsmenn sína við að skrifa undir ákvæði í ráðningarsamningum um að þeir megi ekki starfa hjá samkeppnisaðilanum í einhvern tíma eftir starfslok.

Mál mannsins var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn er af fyrrverandi vinnuveitanda sínum krafinn um 29,2 milljón króna greiðslu fyrir að hafa ráðið sig hjá samkeppnisaðila eftir starfslok. Maðurinn hafði starfað í verslun með skrifstofuvörur og skrifað undir ákvæði um að hann mætti ekki ráða sig hjá samkeppnisaðilanum í ákveðinn tíma eftir starfslok. Það gerði hann hins vegar og því höfðaði fyrrverandi vinnuveitandi hans mál á hendur honum og vill nú fá bætur. VR vara fólk við að skrifa undir ákvæði í ráðningarsamningum sem fela það í sér að þeir megi ekki starfa hjá samkeppnisaðilum um eitthvert skeið eftir starfslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×