Innlent

Háskóli Íslands styrkir afburðarnemendur

Kristín Ingólfsdóttir rektor
Kristín Ingólfsdóttir rektor

Háskólaráð hefur samþykkt að setja á stofn afreks- og hvatningasjóð til styrktar afburðanemendum. Þetta kom fram í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands við brautskráningu í dag.

Annars vegar verður um að ræða styrki til nemenda sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands og hins vegar til nemenda sem skara fram úr í háskólanámi sínu eftir að hafa innritast.

Úthlutað verður í fyrsta sinn í haust. Þessi nýi sjóður kemur til viðbótar við aðra styrktarsjóði sem styðja afburðanemendur við Háskóla Íslands"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×