Innlent

Birkir Jón: Það á ekki að banna fólki að leggja svolítið undir

Birkir Jón Jónsson þingmaður
Birkir Jón Jónsson þingmaður

Birkir Jón Jónsson þingmaður fjallar um umræðu um þáttöku sína í fjárhættuspilum í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Hann segir tvískinnugs hafi gætt í umræðunni og spyr hvers vegna nokkrar tegundir fjárhættuspils eru leyfðar og jafnvel reknar af ríkisvaldinu á meðan aðrar séu litnar hornauga.

"Flestir fara létt með að spila bridge, póker, tuttuguogeinn, vist eða rommí, leggja kapal og spila matador án þess að verða spilafíklar. Flestir geta líka fengið sér rauðvín með helgarsteikinni án þess að verða alkóhólistar. Á þessu eins og öðru eru auðvitað undantekningar...en lausnin er ekki alltumlykjandi forsjárhyggja sem bannar fjárráða einstaklingum að auka spennuna við spilaborðið með því að leggja svolítið undir," skrifar Birkir Jón.

"Með því er ég þó ekki að gera lítið úr þeim vanda sem spilafíkn er og vil skoða þau mál enn frekar í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað," bætir hann við.

Bloggið hans Birkis má lesa hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×