Innlent

Kristján Már fékk blaðamannaverðlaun ársins 2007

Kristján Már Unnarsson fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 fékk í dag blaðamannaverðlaun ársins 2007. Það er Blaðamannafélag Íslands sem veitir verðlaunin.

Í rökstuðningi dómnefndar BÍ segir að Kristján fái verðlaunin fyrir upplýsandi fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni þar sem hann á látlausan en áhrifaríkan hátt varpaði ljósi á ýmsar þær þjóðfélagsbreytingar sem eru að verða á íslensku samfélagi.

Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson í Kompás fengu verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins. Ritstjórn DV og Þóra Tómasdóttir og Sigmar Guðmundsson í Kastljósi deildu svo verðlaunum fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×