Innlent

Nýgerðir kjarasamningar skelfileg mistök

Ný undirritaðir kjarasamningar eru skelfileg mistök og munu leiða til uppsagna. Þetta er mat Víglundar Þorsteinssonar sem hefur áratuga reynslu af kjarasamningagerð fyrir atvinnurekendur en hann telur réttast að menn setjist aftur að samningaborðinu og geri nýja samninga.

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Víglund þar sem hann fjallar um nýgerða kjarasamninga. Víglundur hefur víðtæka reynslu af gerð kjarasamninga fyrir hönd atvinnurekenda og sat lengi í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands. Víglundur lýsir í greininni yfir miklum áhyggjur af samningunum sem hann telur þjóðarbúið engan veginn hafa efni á. Víglundur segir samningana skelfileg mistök og alltof dýra.

Víglundur segir fyrirtækin ekki bera þær víðtæku kauphækkanir sem að felist í samningum þegar samdráttur blasi við eins og nú. Það þýði að fyrirtækin verði að velta kostað vegna kauphækkananna út í verðlagið eða segja fólki upp. Ef að hækkanirnar gangi eftir þá skapist hér skelfilegt ástand verðbólgu og fjöldaatvinnuleysi á fáeinum mánuðum og þar með munu allar forsendur nýgerðra kjarasamninga hrynja. Víglundur telur réttast að menn setjist aftur aftur að samningaborðinu og semji upp á nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×