Innlent

Tveir gistu fangageymslur vegna slagsmála

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Laust eftir miðnættið var kveikt í bifreiðinni, sem farið hafði útaf á Flugvallarvegi fyrir nokkrum dögum. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja komu og slökktu eldinn í bifreiðinni, sem er ónýt eftir. Vitni sá til tveggja bifreiða, sem voru við bifreiðina skömmu fyrir brunann og er þeirra nú leitað. Málið er í rannsókna.

Fjölmargar kvartanir bárust til lögreglu frá íbúum nærri Akurskóla vegna brunaviðvörunarkerfi skólans en bilun er í kerfinu og varð það að fara í gang í tíma og ótíma í gærkvöldi og fram á nótt með miklum hávaða. Viðgerð stendur yfir.

Þá var einn aðili kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjanesbæjar en sá var staðinn að því að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum.

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt vegna slagsmála við Hafnargötuna í Reykjanesbæ.

Þá var einn ökumaður tekinn undir morgun fyrir ölvun við akstur í Reykjanesbæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×