Innlent

Fundi Vilhjálms með borgarstjórnarflokknum lokið

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur lokið við að funda með borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að sitja áfram sem oddviti. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hann taki sæti borgarstjóra að ári. Samkvæmt heimildum Vísis er full eining um málið innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Von er á yfirlýsingu frá Vilhjálmi og borgarfulltrúunum á næstu mínútum.

Samkvæmt heimildum Vísis ræddi Vilhjálmur ákvörðun sína einslega við hvern og einn borgarfulltrúa áður en fundurinn var haldinn í hádeginu í dag. Þá hafði hann einnig gert Geir H. Haarde grein fyrir málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×