Innlent

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

Óskar Bergsson borgarfulltrúi.
Óskar Bergsson borgarfulltrúi.

Niðurstaðan sem sjálfstæðismenn í borgarstjórn kynntu í dag kom Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins ekki á óvart. „Þrátt fyrir allt þá er Vilhjálmur sterkasti hlekkurinn hjá sjálfstæðismönnum. Hann hefur líka tenginguna við Ólaf, sem heldur þessum hópi saman. Þannig að þetta nánast lá í loftinu," segir Óskar. Hann segir að þessi atburðarrás lýsi því vel hversu alvarlegt ástandið innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna sé.

„Við höfum alla tíð metið stöðuna þannig að sá borgarstjórnarmeirihluti sem nú situr muni ekki endast þegar til kemur og á reynir," segir Óskar. Hann vill þó ekki segja til um hvort það verði Ólafur F. Magnússon eða einhver sjálfstæðismanna sem muni á endanum gefast upp á því meirihlutasamstarfi sem nú er við lýði. Óskar tekur þó fram að síendurteknar breytingar í borgarstjórn hafi neikvæð áhrif á stjórnsýslu borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×