Innlent

Ótrúleg niðurstaða

"Þetta er ótrúleg niðurstaða eftir tveggja vikna þóf," segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, um yfirlýsingu Sjálfstæðismanna um hvernig manna eigi borgarstjórastólinn þegar hann kemur í hlut þeirra eftir rúmt ár.

"Þetta er í raun sama ákvörðun og Vilhjálmur kynnti fyrir tveimur vikum, nema nú ætlar allur borgarstjórnarflokkurinn að taka sér tíma til þess að hugsa sig um. Þessi ákvörðun sýnir fyrst og fremst að klofningurinn innan borgarstjórnarflokksins er slíkur að þar er ekki hægt að koma sér saman um mikið. Þar virðist heldur enginn njóta trausts til þess að verða borgarstjóri."

Spurður hvort það skipti einhverju máli þótt ekki liggi strax ljóst fyrir hver verði borgarstjóri svarar Dagur. "Ég bendi bara á að formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri mikilvægt að eyða óvissunni um þessi mál á einni viku, en eftir hans ráðum virðist ekki vera farið."

Hann segist vera orðinn þreyttiur á að lesa fréttir af ástandinu í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. "Það eru miklu miklivægari verkefni sem bíða úlausnar í borginni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×