Innlent

Árni leitar að loðnu

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að leggja af stað í loðnuleit. Leitarsvæðið nær frá Reykjanesi og suður með landinu. Ástæða leitarinnar eru loðnuveiðibannið sem sett var á í síðustu viku sem og gagnrýni á ráðleggingar Hafrannsóknastofnunarinnar um að stöðva veiðar. Fregnir hafa borist af því að loðnan sé nú farin að þétta sig við Vestmannaeyjar. Reyndar stóð til að sjávarútvegsráðherra fundaði með Vestmannaeyingum um ástandið í gær. Af þeim fundi gat ekki orðið, en stefnt er að því að fundurinn verði í Vestmannaeyjum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×