Handbolti

Afturelding vann botnslaginn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Magnús Einarsson átti mjög góðan leik fyrir Aftureldingu. Mynd úr leiknum í dag
Magnús Einarsson átti mjög góðan leik fyrir Aftureldingu. Mynd úr leiknum í dag Mynd/Lopez

Það var sannkallaður botnslagur í N1 deild karla í handbolta í dag þegar tvö neðstu lið deildarinnar mættust. Afturelding tók á móti ÍBV og vann sigur 28-25 eftir að hafa verið yfir 18-14 í hálfleik.

Afturelding var yfir allan leikinn og sigur liðsins var verðskuldaður. Liðið er með níu stig eftir átján leiki og er í næstneðsta sæti deildarinnar. ÍBV er á botninum með fjögur stig.

Tvö neðstu liðin falla úr deildinni en Akureyri er sæti fyrir ofan Aftureldingu með þremur stigum meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×